Akureyringar komnir í 1-0 gegn HK Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2011 21:02 Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í kvöld. Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23 Akureyringar voru nokkuð seinir í gang í kvöld og voru því HK-ingar með frumkvæðið í fyrri hálfleik eftir að hafa komist í 4-1 á upphafsmínútunum. Björn Ingi Friðþjófsson fór mikinn í marki HK og Ólafur Bjarki Guðmundsson raðaði inn mörkunum. Hann var alls með sjö mörk í fyrri hálfleiknum. En Sveinbjörn Pétursson átti líka góðan dag í marki Akureyrar og þegar hann fór í gang fóru Akureyringar hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Akureyri skoraði síðustu tvö mörk hálfleiksins og jafnaði um leið metin, 13-13. Heimamenn skoruðu einnig fyrsta markið í síðari hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta. HK náði mest að minnka muninn í tvö mörk á síðasta stundarfjórðungnum og fögnuðu heimamenn því góðum sigri í leikslok. Helsti munurinn á liðunum í kvöld að sóknarleikurinn dreifðist á fleiri menn hjá heimamönnum á meðan að Ólafur Bjarki var nánast sá eini í liði HK sem tók af skarið í sókninni. Þá munaði einnig miklu um varnarleik Akureyringa sem batnaði til muna í seinni hálfleik. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn kl. 16. Akureyri - HK 26 - 23 (13 - 13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (11/2), Oddur Gretarsson 6/1 (10/1), Daníel Örn Einarsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Bergvin Þór Gíslason 1 (1), Heimir Örn Árnason 2 (4), Jón Heiðar Sigurðarson (1)Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19/1 (42/4, 45%), Stefán Guðnason 2 (2/1, 100%)Hraðaupphlaup: 3 (Bjarni 1, Heimir Örn 1, Oddur 1)Fiskuð víti: 3 (Guðmundur H. 2, Bjarni 1)Utan vallar: 8 mínúturMörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 10 (16), Sigurjón F. Björnsson 3 (3), Atli Ævar Ingólfsson 3 (5), Leó Snær Pétursson 2 (4), Daníel Berg Grétarsson 2/2 (5/3), Bjarki Már Elísson 2/1 (6/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson (1), Atli Karl Bachmann (1), Hörður Másson (1)Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17 (42/3, 40%).Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur Bjarki 3, Bjarki Már 1)Fiskuð víti: 5 (Vilhelm Gauti 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1, Atli Ævar 1)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23 Akureyringar voru nokkuð seinir í gang í kvöld og voru því HK-ingar með frumkvæðið í fyrri hálfleik eftir að hafa komist í 4-1 á upphafsmínútunum. Björn Ingi Friðþjófsson fór mikinn í marki HK og Ólafur Bjarki Guðmundsson raðaði inn mörkunum. Hann var alls með sjö mörk í fyrri hálfleiknum. En Sveinbjörn Pétursson átti líka góðan dag í marki Akureyrar og þegar hann fór í gang fóru Akureyringar hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Akureyri skoraði síðustu tvö mörk hálfleiksins og jafnaði um leið metin, 13-13. Heimamenn skoruðu einnig fyrsta markið í síðari hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta. HK náði mest að minnka muninn í tvö mörk á síðasta stundarfjórðungnum og fögnuðu heimamenn því góðum sigri í leikslok. Helsti munurinn á liðunum í kvöld að sóknarleikurinn dreifðist á fleiri menn hjá heimamönnum á meðan að Ólafur Bjarki var nánast sá eini í liði HK sem tók af skarið í sókninni. Þá munaði einnig miklu um varnarleik Akureyringa sem batnaði til muna í seinni hálfleik. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn kl. 16. Akureyri - HK 26 - 23 (13 - 13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (11/2), Oddur Gretarsson 6/1 (10/1), Daníel Örn Einarsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Bergvin Þór Gíslason 1 (1), Heimir Örn Árnason 2 (4), Jón Heiðar Sigurðarson (1)Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19/1 (42/4, 45%), Stefán Guðnason 2 (2/1, 100%)Hraðaupphlaup: 3 (Bjarni 1, Heimir Örn 1, Oddur 1)Fiskuð víti: 3 (Guðmundur H. 2, Bjarni 1)Utan vallar: 8 mínúturMörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 10 (16), Sigurjón F. Björnsson 3 (3), Atli Ævar Ingólfsson 3 (5), Leó Snær Pétursson 2 (4), Daníel Berg Grétarsson 2/2 (5/3), Bjarki Már Elísson 2/1 (6/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson (1), Atli Karl Bachmann (1), Hörður Másson (1)Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17 (42/3, 40%).Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur Bjarki 3, Bjarki Már 1)Fiskuð víti: 5 (Vilhelm Gauti 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1, Atli Ævar 1)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni