Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 7. apríl 2011 22:04 Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni