Afstaða Vigdísar vekur hörð viðbrögð meðal netverja 8. apríl 2011 23:53 Mynd/Stefán Karlsson Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi. Fyrr í kvöld sendi Vigdís fjölmiðlum tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði greitt atkvæði utankjörfundar með „jáyrði samningnum í vil," en hún verður að heiman á morgun laugardag. „Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum," segir Vigdís. Icesave Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi. Fyrr í kvöld sendi Vigdís fjölmiðlum tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði greitt atkvæði utankjörfundar með „jáyrði samningnum í vil," en hún verður að heiman á morgun laugardag. „Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum," segir Vigdís.
Icesave Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15