Skynsemin ræður Magnús Orri Schram skrifar 31. mars 2011 06:00 Ef þjóðin segir nei í kosningunum 9. apríl er verið að vísa Icesave til dómstóla. Fyrir dómstólum verður líklega erfiðast fyrir íslenska ríkið að komast framhjá svokallaðri mismunun á grundvelli þjóðernis en við fall bankanna 2008 voru innstæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innstæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Þetta er að mati eftirlitsstofnunar með EES-samningnum óbein mismunun á grundvelli þjóðernis og því brot á samningnum. Skiptar skoðanir eru um þetta atriði meðal íslenskra lögmanna en þeir hæstaréttarlögmenn sem hvað harðast börðust gegn fyrri samningi telja að áhætta og kostnaður sé nú í slíku lágmarki að það sé mun meiri áhætta fólgin í dómsmáli en því að semja. Seðlabanki Íslands telur að nei í þjóðaratkvæði um Icesave þýði veikara gengi, lægri kaupmátt og meiri verðbólgu. Fyrir liggur að afleiðingar á lánshæfi, aðgengi að fjármálamörkuðum og vaxtakjör gætu orðið alvarlegar fyrir Íslendinga. Þá gæti Ísland staðið uppi með dóm um greiðsluskyldu án fyrirliggjandi samnings um vexti, endurgreiðslur eða önnur kjör en ljóst er að sambærilegir eða lægri vextir verða vart í boði. Með þverpólitískri samninganefnd tókst að lágmarka og festa niður eins og kostur er alla helstu kostnaðar- og áhættuþætti. Vextir eru í lágmarki, höfuðstóll miðast aðeins við lágmarkstryggingu, engin ríkisábyrgð kemur til fyrr en þrotabú Landsbankans hefur gengið upp í skuldbindingar Tryggingasjóðsins, efnahagslegir og lagalegir fyrirvara vegna stóráfalla eru til staðar og greiðslutími bæði vaxta og uppgjörs er miðað við þarfir og getu Íslands. Fari málið fyrir dómstóla eru allir þessir þættir úr höndum okkar Íslendinga svo óvissan um endanlegan kostnað og kjör er margfalt meiri. Íslendingar eiga að meta eigin hagsmuni og taka þá ákvörðun sem er skynsamlegust fyrir hagsmuni efnahags- og atvinnulífs til skemmri og lengri tíma. Við þær aðstæður þarf að vega og meta kostnað og áhættu af fyrirliggjandi samningi á móti áhættu og mögulegum kostnaði við áframhaldandi átök og dómsmál. Það er ekki tilviljun að aukinn meirihluti þingmanna og þeir sérfræðingar sem unnu sleitulaust að lausn á þverpólitískum grunni mæla eindregið með samningum frekar en dómstólaleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þjóðin segir nei í kosningunum 9. apríl er verið að vísa Icesave til dómstóla. Fyrir dómstólum verður líklega erfiðast fyrir íslenska ríkið að komast framhjá svokallaðri mismunun á grundvelli þjóðernis en við fall bankanna 2008 voru innstæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innstæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Þetta er að mati eftirlitsstofnunar með EES-samningnum óbein mismunun á grundvelli þjóðernis og því brot á samningnum. Skiptar skoðanir eru um þetta atriði meðal íslenskra lögmanna en þeir hæstaréttarlögmenn sem hvað harðast börðust gegn fyrri samningi telja að áhætta og kostnaður sé nú í slíku lágmarki að það sé mun meiri áhætta fólgin í dómsmáli en því að semja. Seðlabanki Íslands telur að nei í þjóðaratkvæði um Icesave þýði veikara gengi, lægri kaupmátt og meiri verðbólgu. Fyrir liggur að afleiðingar á lánshæfi, aðgengi að fjármálamörkuðum og vaxtakjör gætu orðið alvarlegar fyrir Íslendinga. Þá gæti Ísland staðið uppi með dóm um greiðsluskyldu án fyrirliggjandi samnings um vexti, endurgreiðslur eða önnur kjör en ljóst er að sambærilegir eða lægri vextir verða vart í boði. Með þverpólitískri samninganefnd tókst að lágmarka og festa niður eins og kostur er alla helstu kostnaðar- og áhættuþætti. Vextir eru í lágmarki, höfuðstóll miðast aðeins við lágmarkstryggingu, engin ríkisábyrgð kemur til fyrr en þrotabú Landsbankans hefur gengið upp í skuldbindingar Tryggingasjóðsins, efnahagslegir og lagalegir fyrirvara vegna stóráfalla eru til staðar og greiðslutími bæði vaxta og uppgjörs er miðað við þarfir og getu Íslands. Fari málið fyrir dómstóla eru allir þessir þættir úr höndum okkar Íslendinga svo óvissan um endanlegan kostnað og kjör er margfalt meiri. Íslendingar eiga að meta eigin hagsmuni og taka þá ákvörðun sem er skynsamlegust fyrir hagsmuni efnahags- og atvinnulífs til skemmri og lengri tíma. Við þær aðstæður þarf að vega og meta kostnað og áhættu af fyrirliggjandi samningi á móti áhættu og mögulegum kostnaði við áframhaldandi átök og dómsmál. Það er ekki tilviljun að aukinn meirihluti þingmanna og þeir sérfræðingar sem unnu sleitulaust að lausn á þverpólitískum grunni mæla eindregið með samningum frekar en dómstólaleið.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun