Byggjum ímynd á staðreyndum Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. mars 2011 09:27 Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun