Gengisáhætta af Icesave Friðrik Már Baldursson skrifar 30. mars 2011 06:00 Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun