Skynsamir menn semja Jakob R. Möller skrifar 11. mars 2011 06:00 Hinn 9. apríl næstkomandi mun atkvæðisbært fólk á Íslandi greiða atkvæði um það hvort lögin um samninga um Icesave við Breta og Hollendinga haldi gildi sínu. Þegar brýn mál bíða ákvörðunar er öðru mikilvægara að rök með og móti séu íhuguð af vandvirkni. Íslendingum er mjög margt betur gefið en að taka vitrænar ákvarðanir eftir skynsamlegar umræður og rökræður hverfa ótrúlega oft í misskilning og tittlingaskít. Undanfarna áratugi hef ég sinnt lögmannsstörfum í Reykjavík fyrir mjög mismunandi viðskiptamenn. Í þeim störfum hef ég m.a. öðlazt þá reynslu að í deilum manna á milli, eða deilum fyrirtækja og stofnana, sé mikilvægt að freista þess að ná sáttum, semja frekar en að fara með mál fyrir dóm. Fornkveðið er: Betri er mögur sátt en feitur dómur. Boðskapurinn er að sjálfsögðu sá að með því að leysa mál með samningum veit hvor aðili um sig hvað hann hreppir og hverju hann sleppir. Jafnframt eru málin þá afgreidd og hægt að taka til við önnur og frjórri verkefni. Sumir Íslendingar á öllum tímum hafa verið miklir málafylgjumenn og haft yndi af því að argast í dómsmálum, hugsanlega sjálfum sér til ánægju en jafnframt öðrum til ama. Að sjálfsögðu er það svo að engum kjósanda fellur að þurfa að „greiða erlendar skuldir óreiðumanna“, þó nú væri. Sú andúð má þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar taki ábyrga afstöðu fyrir sig sjálfa, börn sín og annað ungt fólk. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem sinnir eftirliti með framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hefur nú komizt að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að íslenzka ríkið hafi brotið EES-samninginn með því að bæta ekki erlendum innstæðueigendum í Landsbanka Íslands að minnsta kosti þá lágmarksfjárhæð sem reglur EES kveða á um. Virtir íslenzkir lögfræðingar hafa komizt að annarri niðurstöðu. Skoðanir þeirra hafa þó ekki mikla vigt í samanburði við skoðun ESA. Felli íslenzkir kjósendur lögin um Icesave er nánast víst að ESA muni höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur íslenzka ríkinu fyrir samningsbrot. Í langflestum tilvikum sem ESA hefur höfðað mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur samningsríkjunum hefur dómstóllinn fallizt á kröfur eftirlitsstofnunarinnar. Yrði sú niðurstaðan stæði íslenzka ríkið uppi brotlegt við mikilvægan alþjóðasamning, sem Íslendingar eiga mikið undir. Og það sem verra er, Íslendingar stæðu þá uppi sem óreiðumenn sem ekki greiða skuldir sínar. Bretar og Hollendingar þurfa ekki að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum né annarra ríkja til að heimta kröfur sínar vegna Icesave, raunar ósennilegt að þeir myndu gera það. Þótt fjárhæðirnar séu okkur háar eru þær lágar fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga. Íslendingar mundu gjalda þess á alþjóðavettvangi að vera óskilamenn. Það frost sem hefur verið í framtakssemi Íslendinga undanfarin tvö ár mundi halda áfram, traust okkar í útlöndum sem hefur sennilega farið heldur vaxandi undanfarin misseri mundi hverfa eins og vorsnjór í aprílregni. Við mat á því hvort stefna eigi málum til dóms verður ekki síður að huga að því hvað kunni að tapast en hvað kunni að vinnast. Hætt er við því að Íslendingar yrðu litlu betur settir þótt íslenzka ríkið ynni mál sem höfðað væri fyrir íslenzkum dómstólum, fórnarkostnaðurinn kæmi fram á öðrum vettvangi. Ef íslenzka ríkið tapaði málinu er hætt við að Icesave-samningurinn yrði eins og barnaleikur hjá þeirri fjárhæð sem krafan yrði þá um. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur og efnalega vel settir þurfa í sjálfu sér engu að kvíða (öðru en spotti á erlendum grundum). Ungu fólki sem enn liggur mikið á mun sýnast efnalegar framfarir mjög miklu minni en það nú væntir. Framtíð þess væri stefnt í óvissu. Allt til þess að efla enn smáborgaraskap og fávizku þeirra sem vilja allt til vinna að koma höggi á þá sem veittu umboðið til samninga um lyktir Icesave-deilunnar. Hætt er við að stórmennskukast þeirra sem ævinlega vilja segja: Komdu ef þú þorir, sérstaklega ef þeir eru í tryggu skjóli, gæti reynzt dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 9. apríl næstkomandi mun atkvæðisbært fólk á Íslandi greiða atkvæði um það hvort lögin um samninga um Icesave við Breta og Hollendinga haldi gildi sínu. Þegar brýn mál bíða ákvörðunar er öðru mikilvægara að rök með og móti séu íhuguð af vandvirkni. Íslendingum er mjög margt betur gefið en að taka vitrænar ákvarðanir eftir skynsamlegar umræður og rökræður hverfa ótrúlega oft í misskilning og tittlingaskít. Undanfarna áratugi hef ég sinnt lögmannsstörfum í Reykjavík fyrir mjög mismunandi viðskiptamenn. Í þeim störfum hef ég m.a. öðlazt þá reynslu að í deilum manna á milli, eða deilum fyrirtækja og stofnana, sé mikilvægt að freista þess að ná sáttum, semja frekar en að fara með mál fyrir dóm. Fornkveðið er: Betri er mögur sátt en feitur dómur. Boðskapurinn er að sjálfsögðu sá að með því að leysa mál með samningum veit hvor aðili um sig hvað hann hreppir og hverju hann sleppir. Jafnframt eru málin þá afgreidd og hægt að taka til við önnur og frjórri verkefni. Sumir Íslendingar á öllum tímum hafa verið miklir málafylgjumenn og haft yndi af því að argast í dómsmálum, hugsanlega sjálfum sér til ánægju en jafnframt öðrum til ama. Að sjálfsögðu er það svo að engum kjósanda fellur að þurfa að „greiða erlendar skuldir óreiðumanna“, þó nú væri. Sú andúð má þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar taki ábyrga afstöðu fyrir sig sjálfa, börn sín og annað ungt fólk. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem sinnir eftirliti með framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hefur nú komizt að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að íslenzka ríkið hafi brotið EES-samninginn með því að bæta ekki erlendum innstæðueigendum í Landsbanka Íslands að minnsta kosti þá lágmarksfjárhæð sem reglur EES kveða á um. Virtir íslenzkir lögfræðingar hafa komizt að annarri niðurstöðu. Skoðanir þeirra hafa þó ekki mikla vigt í samanburði við skoðun ESA. Felli íslenzkir kjósendur lögin um Icesave er nánast víst að ESA muni höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur íslenzka ríkinu fyrir samningsbrot. Í langflestum tilvikum sem ESA hefur höfðað mál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur samningsríkjunum hefur dómstóllinn fallizt á kröfur eftirlitsstofnunarinnar. Yrði sú niðurstaðan stæði íslenzka ríkið uppi brotlegt við mikilvægan alþjóðasamning, sem Íslendingar eiga mikið undir. Og það sem verra er, Íslendingar stæðu þá uppi sem óreiðumenn sem ekki greiða skuldir sínar. Bretar og Hollendingar þurfa ekki að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum né annarra ríkja til að heimta kröfur sínar vegna Icesave, raunar ósennilegt að þeir myndu gera það. Þótt fjárhæðirnar séu okkur háar eru þær lágar fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga. Íslendingar mundu gjalda þess á alþjóðavettvangi að vera óskilamenn. Það frost sem hefur verið í framtakssemi Íslendinga undanfarin tvö ár mundi halda áfram, traust okkar í útlöndum sem hefur sennilega farið heldur vaxandi undanfarin misseri mundi hverfa eins og vorsnjór í aprílregni. Við mat á því hvort stefna eigi málum til dóms verður ekki síður að huga að því hvað kunni að tapast en hvað kunni að vinnast. Hætt er við því að Íslendingar yrðu litlu betur settir þótt íslenzka ríkið ynni mál sem höfðað væri fyrir íslenzkum dómstólum, fórnarkostnaðurinn kæmi fram á öðrum vettvangi. Ef íslenzka ríkið tapaði málinu er hætt við að Icesave-samningurinn yrði eins og barnaleikur hjá þeirri fjárhæð sem krafan yrði þá um. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur og efnalega vel settir þurfa í sjálfu sér engu að kvíða (öðru en spotti á erlendum grundum). Ungu fólki sem enn liggur mikið á mun sýnast efnalegar framfarir mjög miklu minni en það nú væntir. Framtíð þess væri stefnt í óvissu. Allt til þess að efla enn smáborgaraskap og fávizku þeirra sem vilja allt til vinna að koma höggi á þá sem veittu umboðið til samninga um lyktir Icesave-deilunnar. Hætt er við að stórmennskukast þeirra sem ævinlega vilja segja: Komdu ef þú þorir, sérstaklega ef þeir eru í tryggu skjóli, gæti reynzt dýrkeypt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun