Átak gegn ofbeldi Ögmundur Jónasson skrifar 5. mars 2011 06:00 Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun