FH-ingar unnu sjö marka sigur á toppliði Akureyrar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 20:02 Ásbjörn Friðriksson Mynd/Daníel FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur. Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og Baldvin Þorsteinsson var með sjö mörk. Daníel Freyr Andrésson kom sterkur inn í markið og varði 17 skot. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sexmörk fyrir Akureyri en Sveinbjörn Pétursson var frábær í marki liðsins og varði 26 alls skot en það dugði ekki til því FH-ingar voru mun sterkari í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var jafn á flestum tölum og liðin skiptust á að vera með forystuna. FH var á endanum með eins marks forskot í hálfleik, 13-12. FH-liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og komst í 17-13, 21-16 og 24-17. FH náð á endanum tíu marka forystu, 28-18, áður en Norðanmenn náðu aðeins að laga stöðuna í lokin. Þetta var fyrsta tap Akureyrar á árinu 2011 en liðið hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína í deild (3) og bikar (1). Framarar hafa nú seinna í kvöld tækifæri til að minnka forskot Akureyringa á toppnum í fjögur stig en FH komst upp fyrir HK í 3. sætið með þessum sigri. HK getur endurheimt sætið með sigri á Val í kvöld.FH – Akureyri 30-23 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/1 (11/1), Baldvin Þorsteinsson 7 (9), Ólafur Gútafsson 6 (13), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Ólafur Andrés Guðmundsson 2 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Þorkell Magnússon 1 (1), Halldór Guðjónsson 1 (3) Benedikt Reynir Kristinsson 0 (1).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17/1, Pálmar Pétursson 3.Hraðaupphlaup: 4 (Baldvin 3, Ásbjörn)Fiskuð víti: 3 (Hörður, Ólafur, Baldvin)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 6 (14), Bjarni Fritzson 3/1 (8/3), Daníel Einarsson 5 (7), Guðlaugur Arnarson 2 (2), Bergvin Gíslason 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 1 (5), Ásgeir Jóhann Kristinsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Heimir, Bergvin, Ásgeir)Fiskuð víti: 2 (Bjarni 2)Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Valgeir Ómarsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur. Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og Baldvin Þorsteinsson var með sjö mörk. Daníel Freyr Andrésson kom sterkur inn í markið og varði 17 skot. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sexmörk fyrir Akureyri en Sveinbjörn Pétursson var frábær í marki liðsins og varði 26 alls skot en það dugði ekki til því FH-ingar voru mun sterkari í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var jafn á flestum tölum og liðin skiptust á að vera með forystuna. FH var á endanum með eins marks forskot í hálfleik, 13-12. FH-liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og komst í 17-13, 21-16 og 24-17. FH náð á endanum tíu marka forystu, 28-18, áður en Norðanmenn náðu aðeins að laga stöðuna í lokin. Þetta var fyrsta tap Akureyrar á árinu 2011 en liðið hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína í deild (3) og bikar (1). Framarar hafa nú seinna í kvöld tækifæri til að minnka forskot Akureyringa á toppnum í fjögur stig en FH komst upp fyrir HK í 3. sætið með þessum sigri. HK getur endurheimt sætið með sigri á Val í kvöld.FH – Akureyri 30-23 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/1 (11/1), Baldvin Þorsteinsson 7 (9), Ólafur Gútafsson 6 (13), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Ólafur Andrés Guðmundsson 2 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Þorkell Magnússon 1 (1), Halldór Guðjónsson 1 (3) Benedikt Reynir Kristinsson 0 (1).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17/1, Pálmar Pétursson 3.Hraðaupphlaup: 4 (Baldvin 3, Ásbjörn)Fiskuð víti: 3 (Hörður, Ólafur, Baldvin)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 6 (14), Bjarni Fritzson 3/1 (8/3), Daníel Einarsson 5 (7), Guðlaugur Arnarson 2 (2), Bergvin Gíslason 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 1 (5), Ásgeir Jóhann Kristinsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Heimir, Bergvin, Ásgeir)Fiskuð víti: 2 (Bjarni 2)Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Valgeir Ómarsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti