Birna: Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:30 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Arnþór Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins