Umfjöllun: Sigurbergur skaut Gróttu í kaf Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. mars 2010 17:34 Sigurbergur var í banastuði í dag. Mynd/Valli Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira