Hugvekja við áramót Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. desember 2010 05:45 Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun