Kallað eftir ábyrgri umræðu 20. október 2010 06:00 Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun