Málið ekki á dagskrá fyrr en í nóvember 22. október 2010 05:00 Össur Skarphéðinsson Flutningsmenn tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga skuli til baka aðildarumsókn Íslands að ESB samhliða stjórnlagaþingskosningu gagnrýndu fundarstjórn Alþingis harðlega í gær. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði ákvörðun þingforseta um að taka málið ekki á dagskrá til marks um heljargreipar framkvæmdarvaldsins á Alþingi. Nokkur bið verður á að mál hennar komist á dagskrá, en þing kemur næst saman að lokinni kjördæmaviku. Vigdís hefur samhliða lagt til að lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem samþykkt voru í sumar verði breytt þannig að hægt verði að hafa kosningarnar á sama tíma. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kvaðst ekkert hafa á móti því að Alþingi fjallaði um málið. Ekki væri fyrir því meirihluti á Alþingi að draga umsóknina til baka, ekki fremur en hjá þjóðinni, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Þá átaldi Össur Vigdísi fyrir að hafa í útvarpsviðtali sakað starfsmenn þingsins um mistök fyrir að hafa ekki lagfært „vitleysuna í henni“. Hann áréttaði og kvað koma fram í greinargerð með frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur að þriggja mánaða frestur fyrir kosningar væri nauðsynlegur til að þjóðinni gæti tekist að yfirvega mál. Þá væri skýrt tekið fram að ekki ætti að tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við aðrar kosningar. „Þannig að það rekur sig nú hvað á annars horn hjá þessum háttvirtu flutningsmönnum,“ sagði hann. - óká Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Flutningsmenn tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga skuli til baka aðildarumsókn Íslands að ESB samhliða stjórnlagaþingskosningu gagnrýndu fundarstjórn Alþingis harðlega í gær. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði ákvörðun þingforseta um að taka málið ekki á dagskrá til marks um heljargreipar framkvæmdarvaldsins á Alþingi. Nokkur bið verður á að mál hennar komist á dagskrá, en þing kemur næst saman að lokinni kjördæmaviku. Vigdís hefur samhliða lagt til að lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem samþykkt voru í sumar verði breytt þannig að hægt verði að hafa kosningarnar á sama tíma. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kvaðst ekkert hafa á móti því að Alþingi fjallaði um málið. Ekki væri fyrir því meirihluti á Alþingi að draga umsóknina til baka, ekki fremur en hjá þjóðinni, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Þá átaldi Össur Vigdísi fyrir að hafa í útvarpsviðtali sakað starfsmenn þingsins um mistök fyrir að hafa ekki lagfært „vitleysuna í henni“. Hann áréttaði og kvað koma fram í greinargerð með frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur að þriggja mánaða frestur fyrir kosningar væri nauðsynlegur til að þjóðinni gæti tekist að yfirvega mál. Þá væri skýrt tekið fram að ekki ætti að tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við aðrar kosningar. „Þannig að það rekur sig nú hvað á annars horn hjá þessum háttvirtu flutningsmönnum,“ sagði hann. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira