Er reynslan af EFTA áhugaverð? 20. ágúst 2010 06:00 Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun