Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar 29. september 2010 06:00 Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun