Hannaði forsíðu Monocle 4. desember 2010 21:30 Forsíðan á nýjasta Monocle var ekki hrist fram úr erminni á Þorbirni Ingasyni hönnuði heldur liggur að baki mikil smáatriðavinna þar sem pappírsmódel koma töluvert við sögu. Þegar pappírsmódelunum hafði verið stillt upp í réttum hlutföllum tók Torfi Agnarsson mynd og hún var síðan notuð á forsíðunni. Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira