Ölmusupólitík og aumingjavæðing 4. desember 2010 04:15 Að mati Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin." Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin."
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira