Var erlendum sparifjáreigendum mismunað í raun? Ólafur Elíasson, Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson og Jóhannes Þ. Skúlason skrifa 18. desember 2010 06:00 Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun