Pólitískt forræði væri afturför 10. júlí 2010 06:00 Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun