Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja 28. september 2010 06:00 Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. Athugasemdin frá Jóhannesi var sú að hlutfallið milli framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatnsframleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir. Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkjunin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarðgufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagnsframleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja rafmagnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé enn þá markaður fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn. En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar? Sú virkjun heitir Kröfluvirkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverðum kostnaði og engum til gagns. Þetta er rányrkja og ekkert annað. Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissulega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helguvík ásamt því að stækka Straumsvík og reisa mörg og mikil gagnaver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á náttúruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markaður fyrir heitt vatn frá þessum jarðgufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður, hafa engin þéttbýli sem markað. Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkjun, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns. Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um sams konar rányrkju á náttúruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. Athugasemdin frá Jóhannesi var sú að hlutfallið milli framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatnsframleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir. Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkjunin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarðgufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagnsframleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja rafmagnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé enn þá markaður fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn. En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar? Sú virkjun heitir Kröfluvirkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverðum kostnaði og engum til gagns. Þetta er rányrkja og ekkert annað. Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissulega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helguvík ásamt því að stækka Straumsvík og reisa mörg og mikil gagnaver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á náttúruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markaður fyrir heitt vatn frá þessum jarðgufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður, hafa engin þéttbýli sem markað. Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkjun, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns. Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um sams konar rányrkju á náttúruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar