Hefð þjóðar, þróun og framtíð Toshiki Toma skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun