Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs og undarleg viðbrögð Pressunnar Valur Grettisson skrifar 30. desember 2010 13:53 Síðdegis í gær birtist frétt á Pressan.is þar sem vitnað var í bréf, sem formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skrifaði og sendi á flokksmenn sína. Málið er mér skylt í ljósi þess að Sigmundur Davíð víkur sérstaklega að persónu minni vegna skrifa á Vísir.is þar sem ég greindi frá því, kvöldið 28.12.10., að þingmenn meirihlutans hefðu boðið Framsóknarflokknum atvinnumálaráðuneytið gengu þeir inn í samstarfið, sem virtist viðkvæmt á þeim tímapunkti. Sigmundur bregst illa við fréttinni og ræðst persónulega á fréttamanninn. Það kemur ekki á óvart, þangað leita ásakanir oft þegar rökin þrjóta. Í kjölfarið, þar sem ég taldi á mig hallað og fréttavef Vísis, leitaðist ég við að birta yfirlýsingu á vefsvæði Pressunnar og sendi á ritstjóra vefsins, Steingrím Sævarr Ólafsson. Í fáum orðum voru viðbrögð ritstjórans afar sérkennileg. Hann hefur verið tregur til þess að birta yfirlýsinguna, og ætlar raunar ekki að gera. Svarið sem ég fékk, eftir allnokkur samskipti um að birta sjónarmið mín, voru orðrétt: "Það verður stutt frétt unninn upp úr yfirlýsingu þinni í dag. " Og ég er vissulega þakklátur fyrir það að ritstjórinn leyfi mér að koma mínum sjónarmiðum fram á vef þeirra, vegna fréttar sem þeir skrifuðu, þar sem ég er sakaður um óheilindi í starfi mínu með því að ganga erinda stjórnmálaafls. Í raun fyllist ég lotningu yfir greiðvikni ritstjórans. Þess ber reyndar að geta að ég fór fram á að yfirlýsingin yrði birt í gærkvöldi, en ritstjórn Pressunnar fékk yfirlýsinguna í hendur um klukkan 19:40. Upprunalega fréttin birtist klukkan 18:00 sama kvöldið. Við því var ekki orðið. Gott og vel. Ég hef ekki ritstjórnarlegt vald yfir öðrum miðlum hvenær fréttir birtast og sýni því skilning. En klukkan 13:00 í dag (30.12.10.) hafði fréttin ekki birst þrátt fyrir að ég hafi gengið hart að ritstjóranum um að koma sjónarmiðum mínum á framfæri. Sjálfur starfa ég sem blaðamaður og hef gert í nokkur ár, að auki starfa ég á vefmiðli og hef hlotið rannsóknarblaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands, þannig ég get sagt af reynslu að viðbrögð ritstjóra Pressunnar eru fáheyrð. Það er skylda fréttamanna að láta öll sjónarmið heyrast við vinnslu fréttar. Það er réttur þeirra sem um er fjallað. Án þess að vilja detta í sömu lágkúrulegu ásakanirnar og Sigmundur Davíð, þá virðist maður þurfa að halda því til haga að Steingrímur Sævarr var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hvaða hagsmuni Steingrímur hefur að leiðarljósi er óljóst. Hér fyrir neðan er svo yfirlýsingin eins og ég sendi hana á Pressuna. Auðvitað hefði það vefsvæði verið rétti vettvangurinn fyrir hana:Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs Varðandi frétt sem Pressan birti klukkan 18:00 og varðaði sérkennilegar ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að Valur Grettisson hefði ritað frétt sem "Samfylkingarmaður í formi fréttamanns". Pressan skrifar frétt með fyrirsögninni: Sigmundur Davíð: Sögur um aðild að ríkisstjórn til hjálpar VG - Samfylkingarmaður á Vísi. Fréttin sagði frá bréfi sem Sigmundur hafði sent flokksystkinum sínum þar sem hann ritaði meðal annars: "Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði í formi fréttamanns vitnaði þar í samfylkingarmann frá Akureyri í formi bloggara um að Framsókn hefði verið boðið atvinnuvegaráðuneytið. Því var svo haldið fram að í Framsókn væri allra handa ágreiningur um hvort styrkja ætti ríkisstjórnina. Auk þess væri hugsanlega ekki þörf á slíku ef Vg næðist saman. Skemmst er frá því að segja að enginn fótur var fyrir þessu en skrifin væntanlega liður í því að halda Jóni Bjarnasyni og öðru Vg-fólki í skefjum og reyna að skapa ókyrrð hjá framsóknarmönnum." Gagnrýni formanns Framsóknarflokksins vegur að trúverðugleika fréttamanns og þar af leiðandi að ritstjórn Vísis. Vill fréttamaður því koma eftirfarandi á framfæri: Það er rétt að ég var skráður í Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir allnokkrum árum síðan. Í dag er ég utan flokka. Ég er engum háður nema lesendum Vísis. Það er ekki óalgengt að fréttamenn eigi sér pólitískan bakgrunn. Nægir þar að nefna samflokksmenn Sigmundar sem reka og ritstýra Pressan.is, þeir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þá má nefna fleiri fréttamenn án þess að ég vilji sérstaklega draga fólk inn í þessa umræðu að ósekju. Hvað varðar fréttina þá sögðu heimildir að tilboðið, sem greint var frá á Vísir.is á þriðjudagskvöldið, hefði verið upp á borðum. Hvort það hafi breyst eða ekki borist til eyrna formannsins - er hans að svara. Þá hefur fréttaflutningur af meintum þreifingum á milli Framsóknarflokks og ríkisstjórnar vonandi ekki farið framhjá formanninum. Meðal annars hefur RÚV greint frá óformlegum viðræðum á milli flokkanna, Smugan, MBL.is, DV.is og svo framvegis. Væntanlega hafa allir þessir miðlar haft sýnar pólitísku forsendur við greinaskrifin - sé tilveran skoðuð með augum Sigmundar. Annars þykir blaðamanni ekki eingöngu lítilmótlegt af formanninum að ráðast gegn fréttamanni á þessum forsendum vegna fréttaflutnings, heldur er stjórnmálalæsi hans heldur sérkennilegt sjái hann einhverja sérstaka aðkomu fréttamanns að framgangi málsins, aðra en þá að greina frá því. Atlagan að kyrrð Framsóknarflokksins kemur því annarstaðar frá en fréttamanni. Valur Grettisson, fréttamaður Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Síðdegis í gær birtist frétt á Pressan.is þar sem vitnað var í bréf, sem formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skrifaði og sendi á flokksmenn sína. Málið er mér skylt í ljósi þess að Sigmundur Davíð víkur sérstaklega að persónu minni vegna skrifa á Vísir.is þar sem ég greindi frá því, kvöldið 28.12.10., að þingmenn meirihlutans hefðu boðið Framsóknarflokknum atvinnumálaráðuneytið gengu þeir inn í samstarfið, sem virtist viðkvæmt á þeim tímapunkti. Sigmundur bregst illa við fréttinni og ræðst persónulega á fréttamanninn. Það kemur ekki á óvart, þangað leita ásakanir oft þegar rökin þrjóta. Í kjölfarið, þar sem ég taldi á mig hallað og fréttavef Vísis, leitaðist ég við að birta yfirlýsingu á vefsvæði Pressunnar og sendi á ritstjóra vefsins, Steingrím Sævarr Ólafsson. Í fáum orðum voru viðbrögð ritstjórans afar sérkennileg. Hann hefur verið tregur til þess að birta yfirlýsinguna, og ætlar raunar ekki að gera. Svarið sem ég fékk, eftir allnokkur samskipti um að birta sjónarmið mín, voru orðrétt: "Það verður stutt frétt unninn upp úr yfirlýsingu þinni í dag. " Og ég er vissulega þakklátur fyrir það að ritstjórinn leyfi mér að koma mínum sjónarmiðum fram á vef þeirra, vegna fréttar sem þeir skrifuðu, þar sem ég er sakaður um óheilindi í starfi mínu með því að ganga erinda stjórnmálaafls. Í raun fyllist ég lotningu yfir greiðvikni ritstjórans. Þess ber reyndar að geta að ég fór fram á að yfirlýsingin yrði birt í gærkvöldi, en ritstjórn Pressunnar fékk yfirlýsinguna í hendur um klukkan 19:40. Upprunalega fréttin birtist klukkan 18:00 sama kvöldið. Við því var ekki orðið. Gott og vel. Ég hef ekki ritstjórnarlegt vald yfir öðrum miðlum hvenær fréttir birtast og sýni því skilning. En klukkan 13:00 í dag (30.12.10.) hafði fréttin ekki birst þrátt fyrir að ég hafi gengið hart að ritstjóranum um að koma sjónarmiðum mínum á framfæri. Sjálfur starfa ég sem blaðamaður og hef gert í nokkur ár, að auki starfa ég á vefmiðli og hef hlotið rannsóknarblaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands, þannig ég get sagt af reynslu að viðbrögð ritstjóra Pressunnar eru fáheyrð. Það er skylda fréttamanna að láta öll sjónarmið heyrast við vinnslu fréttar. Það er réttur þeirra sem um er fjallað. Án þess að vilja detta í sömu lágkúrulegu ásakanirnar og Sigmundur Davíð, þá virðist maður þurfa að halda því til haga að Steingrímur Sævarr var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hvaða hagsmuni Steingrímur hefur að leiðarljósi er óljóst. Hér fyrir neðan er svo yfirlýsingin eins og ég sendi hana á Pressuna. Auðvitað hefði það vefsvæði verið rétti vettvangurinn fyrir hana:Svar við ásökunum Sigmundar Davíðs Varðandi frétt sem Pressan birti klukkan 18:00 og varðaði sérkennilegar ásakanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að Valur Grettisson hefði ritað frétt sem "Samfylkingarmaður í formi fréttamanns". Pressan skrifar frétt með fyrirsögninni: Sigmundur Davíð: Sögur um aðild að ríkisstjórn til hjálpar VG - Samfylkingarmaður á Vísi. Fréttin sagði frá bréfi sem Sigmundur hafði sent flokksystkinum sínum þar sem hann ritaði meðal annars: "Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði í formi fréttamanns vitnaði þar í samfylkingarmann frá Akureyri í formi bloggara um að Framsókn hefði verið boðið atvinnuvegaráðuneytið. Því var svo haldið fram að í Framsókn væri allra handa ágreiningur um hvort styrkja ætti ríkisstjórnina. Auk þess væri hugsanlega ekki þörf á slíku ef Vg næðist saman. Skemmst er frá því að segja að enginn fótur var fyrir þessu en skrifin væntanlega liður í því að halda Jóni Bjarnasyni og öðru Vg-fólki í skefjum og reyna að skapa ókyrrð hjá framsóknarmönnum." Gagnrýni formanns Framsóknarflokksins vegur að trúverðugleika fréttamanns og þar af leiðandi að ritstjórn Vísis. Vill fréttamaður því koma eftirfarandi á framfæri: Það er rétt að ég var skráður í Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir allnokkrum árum síðan. Í dag er ég utan flokka. Ég er engum háður nema lesendum Vísis. Það er ekki óalgengt að fréttamenn eigi sér pólitískan bakgrunn. Nægir þar að nefna samflokksmenn Sigmundar sem reka og ritstýra Pressan.is, þeir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þá má nefna fleiri fréttamenn án þess að ég vilji sérstaklega draga fólk inn í þessa umræðu að ósekju. Hvað varðar fréttina þá sögðu heimildir að tilboðið, sem greint var frá á Vísir.is á þriðjudagskvöldið, hefði verið upp á borðum. Hvort það hafi breyst eða ekki borist til eyrna formannsins - er hans að svara. Þá hefur fréttaflutningur af meintum þreifingum á milli Framsóknarflokks og ríkisstjórnar vonandi ekki farið framhjá formanninum. Meðal annars hefur RÚV greint frá óformlegum viðræðum á milli flokkanna, Smugan, MBL.is, DV.is og svo framvegis. Væntanlega hafa allir þessir miðlar haft sýnar pólitísku forsendur við greinaskrifin - sé tilveran skoðuð með augum Sigmundar. Annars þykir blaðamanni ekki eingöngu lítilmótlegt af formanninum að ráðast gegn fréttamanni á þessum forsendum vegna fréttaflutnings, heldur er stjórnmálalæsi hans heldur sérkennilegt sjái hann einhverja sérstaka aðkomu fréttamanns að framgangi málsins, aðra en þá að greina frá því. Atlagan að kyrrð Framsóknarflokksins kemur því annarstaðar frá en fréttamanni. Valur Grettisson, fréttamaður Vísis.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun