Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota 21. október 2010 05:30 Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni.Nordicphotos/AFP Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira