Vegna umræðu um fjármuni sem eftir stóðu við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins Guðni Ágústsson skrifar 7. desember 2010 15:16 Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun