Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 8. febrúar 2010 20:58 Árni átti góðan leik fyrir Akureyri. Fréttablaðið Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira