Umfjöllun: Akureyringar lengi að klára Aftureldingu Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 7. október 2010 20:50 Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira