Forkastanleg vinnubrögð sérstaks saksóknara Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. maí 2010 06:00 Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun