Mikilvæg vitneskja um eldvirkni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2010 06:30 Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun