Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2010 21:10 Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira