Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum 8. desember 2010 11:21 Björn Bjarnason talaði niður vandann þegar hann var dómsmálaráðherra, að mati starfsmanna bandaríska sendiráðsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali. WikiLeaks Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali.
WikiLeaks Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira