Umfjöllun: Dramatík á Ásvöllum - Sigurbergur hetja Hauka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. mars 2010 21:13 Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira