Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Sóley Tómasdóttir skrifar 21. maí 2010 09:02 Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun