Allt á kafi í grárri drullu 19. apríl 2010 06:00 Allt á kafi Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. Fréttablaðið/ Stefán „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira