Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Elvar Geir Magnússon skrifar 18. febrúar 2010 21:25 Haraldur Þorvarðarson, leikmaður Fram, í baráttunni. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01