Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs 1. júlí 2010 03:30 Jón Ásgeir Jóhannesson Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti kröfu Glitnis um kyrrsetninguna 20. maí síðastliðinn. Enginn mætti fyrir hönd Jóns Ásgeirs þegar kyrrsetningarkrafan var tekin fyrir hjá embættinu. Fulltrúar þess leituðu þá til lögmanns sem starfaði fyrir Jón í svokölluðu Baugsmáli. „Haft var samband við Gest Jónsson hrl. sem kvaðst ekki vera umboðsmaður gerðarþola í kyrrsetningarmáli þessu," segir í gerðarbók. Meðal kyrrsettu eignanna eru fasteignir á Laufásvegi, Vatnsstíg og Hverfisgötu, jörðin Á í Skagafirði og sumarhús Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans við Þingvallavatn. Þá eru kyrrsettir nokkrir bílar, meðal annars tveir Range Rover jeppar, Hummer jeppi og Bentley fólksbíll. Einnig var gerð kyrrsetning í tveimur bankareikningum með samtals um 3,7 milljóna innistæðum og í eignarhluta Jóns Ásgeirs í eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa dómstólar hins vegar fellt úr gildi fyrri ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs á grundvelli kröfu tollstjórans fyrir hönd skattrannsóknarstjóra. - gar
Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira