Jakob Frímann Magnússon: Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi 12. maí 2010 09:37 Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar