Ráðherrararaunir 19. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar