Ráðherrararaunir 19. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun 50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar