Mér stekkur ekki bros á vör! Frímann Gunnarsson skrifar 17. maí 2010 14:14 Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar