Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? 1. október 2010 06:00 Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum!
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun