Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2010 13:30 José Mourinho er nýi kóngurinn af Real Madrid. Mynd/AFP José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira