Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu 29. nóvember 2010 14:53 Christian Horner, Sebastian Vettel, Adrian Newey og Mark Webber á leið á fréttamannafund í Austturríki og móttöku hjá Red Bull liðinu á dögunum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira