Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól 11. desember 2010 03:15 Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh Icesave Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh
Icesave Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira