Umfjöllun: Sveinbjörn kláraði HK í frábærum leik Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 25. nóvember 2010 19:41 Heimir Örn var góður í kvöld. Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira