Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 26. apríl 2010 23:28 Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira