Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi 9. apríl 2010 06:00 Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum.Fréttablaðið/pjetur Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira