Kæri karlmaður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 16. apríl 2010 06:00 Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar