Bestu leikmenn Íslands flytja út Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. júní 2010 09:00 Sigurbergur er að fara út. Fréttablaðið/Vilhelm N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Fimm leikmenn af sjö úr liði ársins í deildinni fara út eða stefna þangað. Þeirra á meðal eru besti leikmaður deildarinnar, Valdimar Fannar Þórsson, og markahæsti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson. Fréttablaðið hafði samband við þjálfara allra félaganna átta sem spiluðu í N1-deildinni á síðasta tímabili, og þjálfara félaganna sem komust upp í deildina. Þeir voru spurðir hvaða leikmenn væru á leiðinni frá félaginu til að spila erlendis. Í töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir leikmennina en ætla má að fleiri leikmenn gætu bæst í hópinn í sumar. Það eru ekki bara leikmenn sem eru á leiðinni út, heldur líka þrír þjálfarar. Þeir eru Aron Kristjánsson sem tekur við Hannover í Þýskalandi, Gunnar Magnússon sem fer til Kristiansund í Noregi og Patrekur Jóhannesson sem tekur við Eisenach. Viðmælendur Fréttablaðsins voru margir sammála um að deildin yrði alls ekki jafn sterk eftir að hafa misst svo marga leikmenn. Þeir bentu þó á að þetta væri gott tækifæri fyrir yngri leikmenn til að koma upp. Allir voru sammála um að þetta sýndi ágæti íslensks handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, sagðist síðast á fimmtudaginn hafa fengið símtal frá þjálfara í Frakklandi sem vantaði örvhentan hornamann. „Þetta skiptir svo miklu máli hvað þú ætlar þér að gera. Ef þú ert ekkert endilega að stefna á A-landsliðið og ert búinn að gefa það upp á bátinn eru margir möguleikar í stöðunni, neðri deildir í Evrópu eins og í Frakklandi eða deildirnar í Austurríki eða Sviss. Þar geta verið miklir peningar í boði en að sama skapi er deildin ekkert sérstaklega sterk, þannig lagað. Ekki endilega mikið sterkari en N1-deildin," segir Sebastian. „Umboðsmaðurinn í Frakklandi gat boðið leikmanni 2000 evrur eftir skatta [um 315 þúsund íslenskar krónur á gengi gærdagsins] auk frírrar íbúðar og bíls. Þetta er svona b-stigs atvinnumennska." Fjöldi íslenskra leikmanna yfirgefur landið eftir hvert tímabil en styrkur þeirra hefur líklega sjaldan verið meiri. Í það minnsta þrír fyrrverandi atvinnumenn koma þó heim. Logi Geirsson mun spila með FH, Jóhann Gunnar Einarsson fer aftur til Fram og Ólafur Bjarki Ragnarsson fer til HK eftir dvöl í Þýskalandi. Leikmenn úr N1-deildinni sem eru á leiðinni út: Haukar: Sigurbergur Sveinsson (Dormagen í Þýskalandi): Einn besti leikmaður liðsins, markahæstur á síðasta tímabili. Valinn í lið ársins. Hefur spilað 23 landsleiki og er í leikmannahópnum sem mætir Dönum í næstu viku.Pétur Pálsson (Danmörk): Mun flytja til Árósa í Danmörku. Er að leita sér að félagi. Spilaði stóra rullu á línunni hjá Haukum á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins.Elías Már Halldórsson (Haugasund í Noregi): Spilaði alla leiki með Haukum á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu.Valur:Fannar Þór Friðgeirsson (Emsdetten í Þýskaland): Einn besti leikmaður Vals, hefur spilað þrjá A-landsleiki.Arnór Þór Gunnarsson (Bittenfeld í Þýskalandi): Lang markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili, og jafnbesti maður tímabilsins. Valinn í lið ársins, er í landsliðshópnum sem mætir Dönum í næstu viku. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ingvar Árnason (Stavanger í Noregi): Spilaði alla leiki Vals á síðasta tímabili. Sterkur leikmaður sem stóð sig vel. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Gunnar Harðarson (Óvíst): Gæti verið á leiðinni í nám til Norðurlandanna og spilar þá hugsanlega handbolta samhliða því.Akureyri: Andri Snær Stefánsson (Danmörk): Fer til reynslu hjá Århus GF í júlí og reynir að fá samning þar. Mun flytja til Árósa og finna sér annað lið ef það gengur ekki.Jónatan Magnússon (Kristiansund í Noregi): Fyrirliði Akureyrarliðsins, leiðtogi innan sem utan vallar. Einn mikilvægasti leikmaður félagsins.Árni Þór Sigtryggsson (Dormagen í Þýskalandi): Örvhent skytta sem var næstmarkahæstur hjá Akureyri á síðasta tímabili. Hefur spilað fjóra A-landsleiki.HK: Valdimar Fannar Þórsson (Óvíst): Er á reynslu hjá Viborg í Danmörku og undir smásjá marga félaga. Mun að öllum líkindum spila úti á næsta tímabili. Valinn besti sóknarmaður N1-deildarinnar, fékk Valdimarsbikarinn, var valinn handboltamaður ársins og í lið ársins. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ólafur Víðir Ólafsson (Haugasund í Noregi): Mun væntanlega semja við félagið, ásamt vini sínum Elíasi Má úr Haukum. Hefur spilað tvo A-landsleiki.Stjarnan: Sverrir Eyjólfsson (Eisenach í Þýskalandi?): Fer í æfingabúðir hjá Eisenach og eftir þær kemur í ljós hvort hann semur við félagið eða ekki. Afturelding: Bjarni Aron Þórðarson (Dusseldorf í Þýskalandi?): Var til reynslu hjá félaginu í vikunni, óljóst hvort hann fái samning. Markahæsti leikmaður Aftureldingar. FH: Bjarni Fritzson (Óvíst): Er að leita sér að félagi úti og sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann ætlaði að nota júnímánuð í það. Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili, valinn í lið ársins, hefur spilað 39 landsleiki.Jón Heiðar Gunnarsson (d’Aix Handball í Frakklandi): Línumaðurinn sterki var lykilmaður hjá FH.* Ólafur Guðmundsson (AG í Danmörku): Hefur samið við AG en verður lánaður til FH á næsta tímabili og spilar því heima. Enginn er á leiðinni út frá Fram, Gróttu eða Selfossi. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Fimm leikmenn af sjö úr liði ársins í deildinni fara út eða stefna þangað. Þeirra á meðal eru besti leikmaður deildarinnar, Valdimar Fannar Þórsson, og markahæsti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson. Fréttablaðið hafði samband við þjálfara allra félaganna átta sem spiluðu í N1-deildinni á síðasta tímabili, og þjálfara félaganna sem komust upp í deildina. Þeir voru spurðir hvaða leikmenn væru á leiðinni frá félaginu til að spila erlendis. Í töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir leikmennina en ætla má að fleiri leikmenn gætu bæst í hópinn í sumar. Það eru ekki bara leikmenn sem eru á leiðinni út, heldur líka þrír þjálfarar. Þeir eru Aron Kristjánsson sem tekur við Hannover í Þýskalandi, Gunnar Magnússon sem fer til Kristiansund í Noregi og Patrekur Jóhannesson sem tekur við Eisenach. Viðmælendur Fréttablaðsins voru margir sammála um að deildin yrði alls ekki jafn sterk eftir að hafa misst svo marga leikmenn. Þeir bentu þó á að þetta væri gott tækifæri fyrir yngri leikmenn til að koma upp. Allir voru sammála um að þetta sýndi ágæti íslensks handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, sagðist síðast á fimmtudaginn hafa fengið símtal frá þjálfara í Frakklandi sem vantaði örvhentan hornamann. „Þetta skiptir svo miklu máli hvað þú ætlar þér að gera. Ef þú ert ekkert endilega að stefna á A-landsliðið og ert búinn að gefa það upp á bátinn eru margir möguleikar í stöðunni, neðri deildir í Evrópu eins og í Frakklandi eða deildirnar í Austurríki eða Sviss. Þar geta verið miklir peningar í boði en að sama skapi er deildin ekkert sérstaklega sterk, þannig lagað. Ekki endilega mikið sterkari en N1-deildin," segir Sebastian. „Umboðsmaðurinn í Frakklandi gat boðið leikmanni 2000 evrur eftir skatta [um 315 þúsund íslenskar krónur á gengi gærdagsins] auk frírrar íbúðar og bíls. Þetta er svona b-stigs atvinnumennska." Fjöldi íslenskra leikmanna yfirgefur landið eftir hvert tímabil en styrkur þeirra hefur líklega sjaldan verið meiri. Í það minnsta þrír fyrrverandi atvinnumenn koma þó heim. Logi Geirsson mun spila með FH, Jóhann Gunnar Einarsson fer aftur til Fram og Ólafur Bjarki Ragnarsson fer til HK eftir dvöl í Þýskalandi. Leikmenn úr N1-deildinni sem eru á leiðinni út: Haukar: Sigurbergur Sveinsson (Dormagen í Þýskalandi): Einn besti leikmaður liðsins, markahæstur á síðasta tímabili. Valinn í lið ársins. Hefur spilað 23 landsleiki og er í leikmannahópnum sem mætir Dönum í næstu viku.Pétur Pálsson (Danmörk): Mun flytja til Árósa í Danmörku. Er að leita sér að félagi. Spilaði stóra rullu á línunni hjá Haukum á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins.Elías Már Halldórsson (Haugasund í Noregi): Spilaði alla leiki með Haukum á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu.Valur:Fannar Þór Friðgeirsson (Emsdetten í Þýskaland): Einn besti leikmaður Vals, hefur spilað þrjá A-landsleiki.Arnór Þór Gunnarsson (Bittenfeld í Þýskalandi): Lang markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili, og jafnbesti maður tímabilsins. Valinn í lið ársins, er í landsliðshópnum sem mætir Dönum í næstu viku. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ingvar Árnason (Stavanger í Noregi): Spilaði alla leiki Vals á síðasta tímabili. Sterkur leikmaður sem stóð sig vel. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Gunnar Harðarson (Óvíst): Gæti verið á leiðinni í nám til Norðurlandanna og spilar þá hugsanlega handbolta samhliða því.Akureyri: Andri Snær Stefánsson (Danmörk): Fer til reynslu hjá Århus GF í júlí og reynir að fá samning þar. Mun flytja til Árósa og finna sér annað lið ef það gengur ekki.Jónatan Magnússon (Kristiansund í Noregi): Fyrirliði Akureyrarliðsins, leiðtogi innan sem utan vallar. Einn mikilvægasti leikmaður félagsins.Árni Þór Sigtryggsson (Dormagen í Þýskalandi): Örvhent skytta sem var næstmarkahæstur hjá Akureyri á síðasta tímabili. Hefur spilað fjóra A-landsleiki.HK: Valdimar Fannar Þórsson (Óvíst): Er á reynslu hjá Viborg í Danmörku og undir smásjá marga félaga. Mun að öllum líkindum spila úti á næsta tímabili. Valinn besti sóknarmaður N1-deildarinnar, fékk Valdimarsbikarinn, var valinn handboltamaður ársins og í lið ársins. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ólafur Víðir Ólafsson (Haugasund í Noregi): Mun væntanlega semja við félagið, ásamt vini sínum Elíasi Má úr Haukum. Hefur spilað tvo A-landsleiki.Stjarnan: Sverrir Eyjólfsson (Eisenach í Þýskalandi?): Fer í æfingabúðir hjá Eisenach og eftir þær kemur í ljós hvort hann semur við félagið eða ekki. Afturelding: Bjarni Aron Þórðarson (Dusseldorf í Þýskalandi?): Var til reynslu hjá félaginu í vikunni, óljóst hvort hann fái samning. Markahæsti leikmaður Aftureldingar. FH: Bjarni Fritzson (Óvíst): Er að leita sér að félagi úti og sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann ætlaði að nota júnímánuð í það. Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili, valinn í lið ársins, hefur spilað 39 landsleiki.Jón Heiðar Gunnarsson (d’Aix Handball í Frakklandi): Línumaðurinn sterki var lykilmaður hjá FH.* Ólafur Guðmundsson (AG í Danmörku): Hefur samið við AG en verður lánaður til FH á næsta tímabili og spilar því heima. Enginn er á leiðinni út frá Fram, Gróttu eða Selfossi.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira