Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum 25. mars 2009 16:18 Gylfi Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20